[ einar garibaldi eiríksson ]
annað >
heim | verk | sýningar | myndraðir | ferilskrá | annað | english
eigin skrif | umfjöllun | sýningarstjórn | útgáfa | vinnustofa


 
[ um fegurðina ]
markús þór andrésson /
mósaík /
ríkisútvarpið sjónvarp /
2002 >
[ ... ] Ég veit ekki hvort að Ísland birtist beinlínis í minni myndlist, það er fremur myndirnar af þessu landi sem þar koma fram. Það sem ég er að fást við í augnablikinu eru Íslandskort, en áður hef ég tekist á við þessa landslagsmyndahefð sem er svo ríkjandi hjá okkur. En þetta eru hvorutveggja ákveðin hefð og tungumál sem við fæðumst innan í og stjórnar að töluverðu leiti sýn okkar á landið.

[ ... ] Að einhverju leyti líður mér eins og fanga innan í þessari hefð. Þannig að það sem ég hef áhuga á núna er að snúa baki við þessari hefð og ekki síst fegurð íslenskrar náttúru, til að reyna að finna hana fremur í huganum eða eins og hún birtist okkur í kortagerðinni, sem vinnur með þekkinguna af landinu frekar en útlit þess eða fegurð.

[ ... ] Líklega er fegurð íslenskrar náttúru það hættulegasta sem komið hefur fyrir íslenska myndlist. Kannski má einmitt segja að ég sé að bíða eftir því að fegurð hennar sé komið fyrir undir einhverju uppistöðulóninu. Því aðeins þannig getum við fundið nýjan upphafspúnkt.


 
     
  < | >  
     


2024 © [ einar garibaldi eiríksson ]