![]() |
![]() |
[ hugurinn leitar til baka ] inga maría leifsdóttir / morgunblaðið / 2001 > |
Sumarsýningar Listasafns Reykjavíkur - Kjarvalsstaða verða opnaðar í kvöld og munu vera opnar gestum og gangandi í sumar frá og með morgundeginum. Um tvær sýningar er að ræða, sýninguna Flogið yfir Heklu í sýningarstjórn Einars Garibalda Eiríkssonar og sýningu Gretars Reynissonar sem ber yfirskriftina 1461 dagur. Sýningarnar tvær hafa mjög ólíkt yfirbragð og viðfangsefni þeirra eru sitt af hvorum toganum en eiga báðar erindi við nútímann og manneskjuna í dag og mynda um leið skemmtilega andstæðu við hvora aðra. Og á báðum sýningum leitar hugur áhorfandans ósjálfrátt til baka, hugurinn spyr: Hvar var ég í fyrra þann 17. júní? Eða á afmælisdaginn minn? Hvar sá ég síðast mynd af Heklu?
[ ... ] Spilastokkar og olíumálverk "Laxness byrjar þarna að greina örlítið hvernig sýn okkar á náttúruna breytist eftir að tól og tæki koma til sögunnar. Meðal annars talar hann um það hvernig Hekla, þessi gamli inngangur að víti, verður eiginlega að pönnuköku um leið og við fljúgum yfir hana," segir Einar en fyrir tveimur árum hélt hann fyrirlestur um þetta efni. Í kjölfarið stakk hann upp á þessu viðfangi sem efni í sýningu sem nú lítur dagsins ljós. "Myndirnar á sýningunni verða bara merktar með númerum. Svo hef ég skrifað bækling sem sýningargestir fá í hendur þar sem þeir eru leiddir eftir þessum númerum um sýninguna og hún útskýrð í leiðinni." Langaði að fjalla um landslagssýn Ég vissi auðvitað ekkert hvað yrði úr og þetta hefur tekið nokkrum breytingum á leiðinni. Sýningin fjallar líka um þann hugmyndaheim sem myndlistarmaðurinn jafnt sem allir aðrir standa frammi fyrir þegar hann vill takast á við Heklu eða náttúruna almennt. Það eru jú ekki bara Kjarval og þeir sem eru hluti af honum, það er líka Ómar og símaskráin og jepparnir að skvetta upp úr drullupollunum. Þetta er allt hluti af þessari mynd og hefur áhrif á hvernig við upplifum og skynjum náttúruna." |
|
< | > | ||