![]() |
[ borgin í höfðinu ] sýningarskrá / núningur - friction / listasafn así / 2012 > |
Það að horfa á landabréf er að sjá heiminn í heild sinni. Kortið af borginni veitir okkur aðgang að henni, með því náum við utan um hana og sjáum sem eina heild. Hver hefur ekki heillast af þessari mynd af heiminum, þar sem táknmyndir vísa okkur leið um framandi veröld? Í einni andrá svífum við um strandlengjur, stofnbrautir, garða, götur og torg. Á kortinu er heill heimur innan seilingar: Aðalstræti, Mánagata, Hulduland, Mímisvegur, Ólafsgeisli og Vitatorg. Sjálf hnitin í tilveru okkar, uppdráttur skilnings á sögu, draumum, minningum, væntingum og sorg. Kortlagning sambands er markar á vissan hátt brotthvarf heimsins alls. |
|
< | > | ||