[ einar garibaldi eiríksson ]
fyrirlestrar >
heim | verk | sýningar | ferilskrá | umfjöllun | eigin skrif | annað | póstur | english
< | > 00/10
[ rými málverksins / inngangur ]
listaháskóli íslands /
2005 >


yves_klein >
barnett_newman >
lucio_fontana >
saburo_murakami >
carolee_schneeman >
paul_mc_carthy >

Sú afhelgun málverksins sem átt hefur sér stað
á undanförnum misserum virðist hafa opnað miðlinum nýja og fjölbreytta möguleika til könnunar á veruleikanum. Rými málverksins einskorðast ekki eingöngu við það sem má finna innan ramma myndarinnar, heldur hefur það opnast sem aldrei fyrr, í margar fjölbreytilegar og áður óþekktar áttir. Segja má að sprenging hafi orðið jafnt í tækni- sem hugmyndafræðilegu tilliti og á námskeiðinu verður fjallað um nokkrar birtingarmyndir þessara nýju hræringa, ásamt því að velta fyrir sér núverandi stöðu og möguleikum miðilsins.
Námskeiðinu er ætlað að opna nemendum sýn inn í víðtækan heim fræði- og kenningarsmíða í málverki. Litið verður til þess hvernig hugmyndir um eðli, inntak og virkni málverksins hefur þróast, á sama tíma og reynt verður að varpa ljósi á hið flókna samband á milli kenninga og athafna í málverki.
Námskeiðinu er m.a. ætlað að færa háskóla-nemendur nær þeim fjölbreytta og mikilvæga þekkingarbrunni sem umræðan um málverkið hefur upp á að bjóða, ásamt því að kenna þeim að nálgast, greina og ræða um kenningasmíð í myndlist, á sama tíma og litið verður til "kenn-ingarsmíðarinnar" sem listgreinar í sjálfu sér.