[ einar garibaldi eiríksson ]
fyrirlestrar >
heim | verk | sýningar | ferilskrá | umfjöllun | eigin skrif | annað | póstur | english
< | >
[ listin að mála sig út í horn ]
prisma /
listaháskóli íslands - háskólinn á bifröst /
2009 >


henri_matisse >
kasimir_malevich >
jóhannes_sveinsson_kjarval >
star_trek >

Fjallað verður um þróun málverksins og sérstöðu miðilsins eftir 1960 til líðandi stundar. Rætt hefur verið um afhelgun málverksins á undanförnum árum sem opnað hefur miðlinum nýja og fjölbreytta möguleika til túlkunar á veruleikanum. Samfara eins konar sprengingu í tæknilegu og hugmyndafræðilegu tilliti, hefur átt sér stað geysileg útvíkkun á málverkshugtakinu. Fjallað verður um ýmsar nýlegar birtingamyndir þessara hræringa í margþættum og ögrandi merkingarheimi málverksins. Málverkið verður skoðað sem rými, sem staður til að hugsa og framkvæma. Varpað verður ljósi á það hvernig maður getur stigið inn í ákveðinn hugsunarhátt, tungumál og sögu málverksins.