[ einar garibaldi eiríksson ]
eigin skrif >
heim | verk | sýningar | ferilskrá | umfjöllun | eigin skrif | annað | póstur | english
< | >
     
     
[ flogið yfir heklu ]
6. - móðir náttúra /
sýningarskrá /
listasafn reykjavíkur - kjarvalsstaðir /
2001 >

Á svipaðan hátt og ramminn og stöpullinn hafa horfið sem öruggar vísbendingar um gildi listarinnar í samtímanum, hurfu ákveðin atriði úr málverkinu í breyttri sín listamanna á sautjándu öldinni, en önnur færðust úr jöðrum til miðju og öðluðust þar með sjálfstætt líf. Við þessa tilfærslu aukaatriða urðu til hvort tveggja landslagsmyndin og kyrralífið sem greinar innan myndlistar. Það er einmitt svipuð tilfærsla sem hefur átt sér stað í samtímanum hvað varðar umgjörð listarinnar, rammann og stöpulinn. Umgjörðin - það sem er á hlið við verkið og utan þess - hefur færst til miðju sem meginviðfang listarinnar. Hér er því kominn nýr þáttur inn í listina.
 
[ 6.1 ] Björk / Joga / 1997 / tónlistar-myndband / leikstjóri Michel Gondry
[ 6.2 ] Sigurður Árni Sigurðssson / Heklu - augnablik / leir, gúmmí, viður / 30x30x105 cm. / Listasafn Reykjavíkur
[ 6.3 ] Ríkisútvarpið / Fréttir / 2000 / © Fréttastofa Ríkisútvarpsins
Í Ríkisútvarpinu kl. 18.00 hinn 26. febrúar árið 2000 var tilkynnt um væntanlegt Heklugos. Aðeins nokkrum mínútum síðar, kl. 18.19, var staðfest að gosið væri hafið. Fyrir vísindamenn og fjölmiðlafólk var um tímamótafregn að ræða, enda var þetta í fyrsta skipti sem tókst að spá af svo mikilli nákvæmni um Heklugos. Á næstu mínútum og klukkustundum var gaumgæfilega fylgst með gosinu og framvindan tíunduð í smáatriðum. Þannig birtist gosið almenningi sem fullkominn fjölmiðlatilbúningur, þar sem stjórn mannsins á náttúrunni virtist ná áður óþekktu hámarki.
[ 6.4 ] Jónas Erlendsson / Gosmökkur úr Heklu / 2000 / fréttaljósmynd / © Morgunblaðið Fljótlega eftir að gosið í Heklu hófst birtust fréttir og myndir afrá jaðrhræringunum á veraldarvefnum og meðal annars þessi ljósmynd sem mun vera fyrsta fréttaljósmyndin af Heklugosinu árið 2000. Tæknin tryggði okkur þannig greiðan aðgang að upplifun sem væri okkur annars framandi.
[ 6.5 ]Jón Leifs / Hekla / Op. 52, fyrir blandaðan kór og hljómsveit { við texta eftir Jónas Hallgrímsson } / 1961 / 11'22 / © Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn En Shao ásamt Schola Cantorum, kórstjóri Hörður Áskelsson Talið er að Heklugosið árið 1947 hafi orðið Jóni innblástur að þessari kraftmiklu tónsmíð. Auk hefðbundinna ásláttarhljóðfæra má heyra í steinum, sírenum, keðjum og jafnvel byssuskotum.
[ 6.6 ] Brynhildur Þorgeirsdóttir / Fjall I. / 1998 / blönduð tækni / 217x45x45 cm. / Listasafn Reykjavíkur
[ 5.7 ] Sigurgeir Jónasson / Heklugos / 2000 / fréttaljósmynd / © Morgunblaðið Í fagurfræði er gjarnan notast við hugtökin "fagurt" og "háleitt." Á þeim er sá stigsmunur að hið fagra tilheyrir því sem er samstillt eða uppbyggt af listfengi, á meðan hið háleita tengist fremur ringulreið og óhófi. Sprengikraftur náttúrunnar getur vakið tilfinningu fyrir hinu háleita og þar með getur hið ljóta orðið mikilfenglegt og jafnvel fagurt í listum. Þessi tilfærsla á sér ekki síður stað í fjölmiðlum, þar sem bæði stílbrögðum og tækni er beitt til að fegra og göfga ógnvekjandi kraftinn í náttúruhamförum.
[ 6.8 ] Ríkissjónvarpið / Fréttir / 2000 / © Fréttastofa Sjónvarps Þegar Heklugosið hófst átti fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson leið yfir eldfjallið í farþegaflugvél sem var á leið til Akureyrar. Hann notaði tækifærið og tók myndir af eldsumbrotunum á sama tíma og hann túlkaði þau með geðshræringu sinni.
[ 6.9 ] Flugkerfi / Gosmökkur Heklu / 2000 / þrívíddarmynd / © Flugkerfi Myndin sýnir hluta úr þrívíddarlíkani af gosmekki úr Heklu kl. 22.00 fyrsta gosdaginn árið 2000 en þá náði mökkurinn í um 45.000 feta hæð. Líkanið er hannað til að bæta flugöryggi yfir Íslandi; ógnir fjallsins eru nákvæmlega skrásettar og yfirfærðar í mynd sem veitir okkur fullkomna öryggistilfinningu, enda er nú sem allur vindur úr Heklu.
[ 6.10 ] Fólk á fjöllum / 2000 / ljósmynd / © Morgunblaðið
[ 6.11 ] Hópferð að Heklugosi / 1980 / ljósmynd / © Morgunblaðið
[ 6.12 ] Flogið yfir Heklu / 1980 / ljósmynd / © Morgunblaðið
[ 6.13 ] Ómar Óskarsson / Bílar í Þrengslum / 2000 / ljósmynd / © Morgunblaðið
[ 6.14 ] Ómar Óskarsson / Ísing og manndrápskuldi / 2000 / ljósmynd / © Morgunblaðið
[ 6.15 ] Árni Sæberg / Leit / 2000 / ljósmynd / © Morgunblaðið
[ 6.16 ] Kristinn Ingvarsson / Mokstur / 2000 / ljósmynd / © Morgunblaðið
Í þeim tilgangi að komast í bein tengsl við náttúruna fóru þúsundir Reykvíkinga austur fyrir fjall á fyrsta degi Heklugossins. En Adam og Eva voru ekki lengi í Paradís; lítið sem ekkert sást til Heklu þennan dag og á bakaleiðinni lentu um 1.500 manns í vandræðum sökum veðurhams og ófærðar. Örlög okkar eru eflaust þau; að komast eingöngu í snertingu við náttúruna á þjóðvegum landsins sem eru skipulagðir eins og myndlistarsýning, þar sem við örkum frá einni áhugaverðri myndinni til annarrar.

^
2008 - 2013 © [ einar garibaldi eiríksson ]