[ einar garibaldi eiríksson ]
eigin skrif >
heim | verk | sýningar | ferilskrá | umfjöllun | eigin skrif | annað | póstur | english
< | >
     
     
[ flogið yfir heklu ]
4. - mynd af mynd /
sýningarskrá /
listasafn reykjavíkur - kjarvalsstaðir /
2001 >

Landslag er ekki aðeins sú mynd sem listamaðurinn gerir af landinu, heldur einnig sú heildarmynd sem verk mannsins skapa í landinu. Þar með talin eru tún, engi, vegir og stíflur jafnt sem myndir, ljóð og þjóðsagnir. Heildarmyndin er landslag sem er þrungið merkingu löngu áður en listamaðurinn gefur sig að því. Í þessum skilningi er landslagsmyndin ekki annað en mynd af mynd. Með því að beina augunum að eðli myndmálsins og sjónrænni framsetningu þekkingarinnar reynir listamaðurinn að átta sig á stöðu sinni innan heildarmyndarinnar og enduruppgötva sýnileik í sjálfri framsetningunni.
 
[ 4.1 ] Sigfús Eymundsson / Hekla I. og II. / um 1890 / 18,5x24 cm. / Þjóðminjasafn Íslands Í seinni ferð sinni að Heklu lenti Sigfús í óhagstæðu veðri. En mótlætið lét hann sig engu skipta og málaði Heklu inn á ljósmynd sína eftir að heim var komið. Það virðist hafa verið algert aukaatriði hvort myndin líktist fjallinu því hann málaði Heklu einfaldlega eins og hann mundi útlit hennar á gamalli málmristu.
[ 4.2 ] Sigurður Tómasson / Búrfell og Hekla / um 1930 / stereóskópmyndir / Þjóðminjasafn Íslands Þrátt fyrir nýja og aukna fjölbreytni í myndrænni framsetningu virðist sem hver ný mynd sé aðeins endurrómur þeirra mynda sem þegar eru til. Þær verða líkt og sjálfstætt framhald raðkvikmyndar með sömu hetjunni í aðalhlutverki. Hvort sem Hekla birtist okkur í ljósmynd eða á málverki svíkur hún ekki aðdáendur sína. Hún hefur öðlast sjálfstætt líf í myndgerðinni og utan hennar er veruleiki fjallsins ekki til.
[ 4.3 ] Magnús Ólafsson / Hekla / um 1910 - 1930 / s/h ljósmynd / Ljósmyndasafn Reykjavíkur
[ 4.4 ] Ólafur Magnússon / Þjórsá og Hekla / um 1930 - 1940 / s/h ljósmynd / Ljósmyndasafn Reykjavíkur
[ 4.5 ] Snorri Arinbjarnar / Búrfell og Hekla / olía á striga / 1932 / 65x75 cm. / Listasafn Íslands[ 4.6 ] Jóhannes Geir / Hekla séð úr Laugardal / olía á striga / 120x180 cm. / 1990 / í eigu Heklu Á sama hátt og Heklumynd Sigfúsar er óhugsandi án málmristunnar er mynd Jóhannesar óhugsandi án Heklumynda Ásgríms. Því má ekki heldur gleyma að Heklumyndir Ásgríms væru óhugsandi án Jónasar Hallgrímssonar og náttúrusýn Jónasar óhugsandi án...
[ 4.7 ] Birgir Andrésson / Heklugosið 1947 12. aurar / 88x68 cm. / 2001 / lakk á MDF / í eigu listamannsins
Í heimi endurvinnslu er ekkert eðlilegra en að gömul frímerki gangi í endurnýjun lífdaga í endurgerð sem gefur þeim nýju merkingu í nýju samhengi. En einmitt þannig, líkt og skugga- eða spegilmynd, virðist hið sýnilega birtast með sínum ósýnilega hætti.
[ 4.8 ] Kristján Steingrímur Jónsson / Hekla 1935 / 1999 / Hekla 1998 / 2001 / tölvuunnar ljósmyndir / 65x51 cm. hver mynd / í eigu listamannsins Í viðleitni listamannsins til að gera listina að merkingabærri túlkunaraðferð felst endurskoðun táknmynda sem beina skynjun okkar á landinu í ákveðinn farveg. Heklumyndin er ein þessara táknmynda og hana má finna í þessum öngum úr "Heklumyndum" þeirra Jóns Stefánssonar og Rögnu Róbertsdóttur.
[ 4.9 ] Húbert Nói Jóhannesson / Málverk / olía á striga / 81,5x57,5 cm. / 1996 / í eigu listamannsins Þegar myndin verður meðvituð um sjálfa sig verður hún að fyrirmynd og yrkisefni, burtséð frá því hvort hún er raunveruleg eða ímynduð: {Í mínum andlegu vistarverum hangir þessi Þingvallamynd Þórarins B. Þorlákssonar, mig hefur alltaf langað til að færa hana þaðan og skoða með augunum. Verkið er tileinkað Þ.B.Þ.} H.N. '96.
[ 4.10 ] Kristinn E. Hrafnsson / Ferðalok {Hylling} / ljósmynd / 1999 - 2001 / 103x106 cm. / í eigu listamannsins Þegar fjallað er um merkingu sögunnar er ekki verið að vísa í sannleika merkingarinnar í sjálfri sér heldur sögu merkingarinnar, það hvernig merkingin hefur orðið til í endalausum túlkunum, tilgátum jafnt sem misskilningi.
[ 4.11 ] Sigríður Björg Sigurðardóttir / I. Halastjarnan kemur, II. Halastjarnan fer, III. Sjórinn kemur aftur / 27x35 cm. hver mynd / olía á striga / 1999 / í eigu listamannsins Þegar eftirgerðin hefur losað sig við "áru" frumgerðarinnar eru henni allir vegir færir; allar fyrirmyndir verða jafn göfugar, enginn munur á Múmíndal og « Hraunteigum við Heklu » enginn munur á raunverulegu eldfjalli og teiknimynd í sjónvarpi.
[ 4.12 ] Kristín Reynisdóttir / Hekla / 2001 / blönduð tækni / 110x150x150 cm. / í eigu listamannsins
[ 4.13 ] Hreinn Friðfinnsson / Frá Mont Sainte-Victoire / 1998 / afþrykk / 50x65 cm. hver mynd / í eigu Kristins E. Hrafnssonar Sum verk byggja á tilvitnunum og tileinkunum er vekja kenndir sem eru þess eðlis að með þeim fuðra upp aldir. Hið liðna verður lifandi og Cézanne sífellt nálægur.


[ 4.14 ] Halldóra Ísleifsdóttir - Hlín Gylfadóttir - Jóní Jónsdóttir - Sigrún Hrólfsdóttir - Særún Stefánsdóttir / Yngsta kynslóðin / tölvuunnar ljósmyndir / 104x87 cm. hver mynd / Nýlistasafnið Árið 1997 var sýningarstjórum « Undir pari » og « Gúlp! » boðið að sýna í Nýlistasafninu. Í stað þess að bjóða til sýningarinnar þeim listamönnum er sýnt höfðu á sýningarstöðunum fram að því sýndu þær þessar myndir af sjálfum sér undir yfirskriftinni: "Það skiptir máli í hvaða partý þú ferð." Þessi einfalda en ögrandi ákvörðun stafaði hvorki af sýndarþörf eða sjálfbirgingshætti. Þær horfa til okkar og bjóða til samræðu; jafnt um náttúruna í listinni sem listina í náttúrunni, okkar er valið. Bláminn fyrir aftan þær er engin tilviljun, þær hafa kosið að snúa við honum baki, sem er bæði ákveðin endurgerð og tilvitnun.

^
2008 - 2013 © [ einar garibaldi eiríksson ]