[ einar garibaldi eiríksson ]
eigin skrif >
heim | verk | sýningar | ferilskrá | umfjöllun | eigin skrif | annað | póstur | english
< | >
     
     
[ flogið yfir heklu ]
2. - landafræði áhorfsins /
sýningarskrá /
listasafn reykjavíkur - kjarvalsstaðir /
2001 >

Landslagið á sér sögu er nærist á goðsögnum, töfrum, vísindum, trú og listum. Sögu sem hefur haft áhrif á áhorf okkar og skilning á náttúrunni. Áður fyrr mótaðist áhorf okkar af náinni snertingu við náttúruna, en framfarir í vísindum og tækni hafa smám saman fært okkur frá henni. Sjónaukinn, smásjáin, hraði bílsins, hæð flugvélarinnar, fjarlægð gervihnattarins, og beina útsendingin hafa haft afgerandi áhrif á skynjun okkar og mótað afstöðu okkar til náttúrunnar. Lýsandi fyrir þessa breyttu afstöðu er frásögn Brynjúlfs frá Minna-Núpi í « Sögu hugsunar minnar » er hann rifjar upp atvik frá því árið 1850. { Þá mun ég hafa verið á 12. árinu, er svo bar við að ég kom á annan bæ, og sá þar uppdrátt af Norðurálfunni, þann sem fylgdi Landaskipunarfræði Gunnlaugs Oddssonar. Það þótti mér meira en lítið happ. Skoðaði ég uppdráttinn nákvæmlega, las þar nöfn landanna og sá, að fyrri hugmynd mín um löndin var fjarri réttu. Hún varð nú að víkja og gleymdist brátt, en eftir það hugsaði ég mér löndin eins og þau stóðu á uppdrættinum. Um leið og mér var sýnt þetta landabréf, var mér sagt, að annar bóndi, sem bjó nokkuð lengra burtu, ætti uppdrætti af öllum heiminum. Var ég ekki rónni fyrr en ég gat fengið því framgengt, að heimsækja hann og fá að sjá þá. Það voru allir uppdrættirnir, sem fylgdu Landskipunarfræði Gunnlaugs. Var ég nú góðum mun fróðari eftir. }
 
[ 2.1 ] Fernardo Bertelli / De Islanda Insvla / Feneyjar, 1556 / 26,7x18,8 cm. / Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Allt frá fyrstu tíð kortagerðar af Íslandi hafa Heklu verið gerð sérstök skil, enda var hún fræg með endemum um heim allan og ekki síst fyrir að vera inngangurinn að helvíti. Kort Bertellis er að öllum líkindum eftirgerð Norðurlandakorts Olaus Magnus frá 1539 en eftirgerðir korta þóttu sjálfsagðar og voru algengar fram eftir öldum.
[ 2.2 ] Abraham Ortelius / Islandia / Antwerpen, 1590 og síðar / 33x48 cm. / Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Kort Orteliusar er tímamótaverk í kortagerð af Íslandi því það virðist vera byggt á nokkuð góðri þekkingu á staðháttum sem margir telja að megi rekja til Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum. Kortið lýsir ströndinni vel en engu er líkara en að innvolsið vanti; hálendið rýrt og Vatnajökull horfinn.
[ 2.3 ] Johannes Vrients / Islandia / 1601 og síðar / 8,4x11,5 cm. / Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
[ 2.4 ] Johannes Janssonius / Islandia / 1628 og síðar / 13,5x19,3 cm. / Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
[ 2.5 ] Johannes Cloppenburg / Islandia / 1630 / 18,3x25,2 cm. / Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
[ 2.6 ] Joris Carolus og Willem Janszoon Blaeu / Tabula Islandiæ / Amsterdam, 1630 og síðar / 38x49,5 cm. / Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
[ 2.7 ] Vincenzo Coronelli / Isola d'Islanda / Feneyjar 1692 - 1694 / 22,6x30 cm. / Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
[ 2.8 ] Pieter van der Aa og D. Blefkenius Scheeps / Togt gedaan na Ysland en Kunsten van Groenland / 1706 og síðar / 15x23,2 cm. / Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
[ 2.9 ] Pierre Duval / L'Islande / 11x13 cm. / 1731 / Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn
[ 2.10 ] Henri du Sauzet / Islande / 1734 og síðar / 18,2x25 cm. / Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
[ 2.11 ] Emanuel Bowen / An Improved Map of Iceland / um 1750 / 14x9 cm. / Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
[ 2.12 ] Björn Gunnlaugsson og Olaf Nikolas Olsen / Uppdráttr Íslands / Kaupmannahöfn 1849 / 56x68,7 cm. / Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn / © Landmælingar Íslands Björn var kennari við latínuskólann á Bessastöðum en hann hafði lokið háskólagráðu í stærðfræði og starfað um skeið við landmælingar erlendis. Honum var falið að gera þennan uppdrátt af Íslandi og vann að gerð kortsins í samvinnu við Olaf Nikolas sem var forstöðumaður landmælinga danska hersins. Kortið var mikið vísindaafrek á sínum tíma, þótt það væri ekki gallalaust. Björn ferðaðist lítið um miðhálendið og aðrar óbyggðir og mættu þær því afgangi við kortagerðina.
[ 2.13 ] Landmælingar Íslands / Hekla / 1989 / © Landmælingar Íslands
Í kortasögunni birtist hægfara þróun frá goðsögulegri landafræði eldri kortanna til vísindalegrar hugsunar í hinum seinni. Við sjáum hvernig Hekla færist frá því að vera eldspúandi kjaftur helvítis yfir í sakleysislegt tákn á blaði.


[ 2.14 ] Landmælingar Íslands / Hekla / 1991 / loftljósmynd úr 5.486 m. hæð / M 0527 / 55x55 cm. / mælikvarði 1:15.000 / © Landmælingar Íslands
[ 2.15 ] Landmælingar Íslands / Ísland / 1986 - 1992 / samsett gervitunglamynd, byggð á 16 LANDSAT TM ljósmyndum, bönd 3.2.1 / © Landmælingar Íslands
[ 2.16 ] N.N. / Hecla en Islande / án ártals / málmstunga / 11,5x15,5 cm. / Þjóðminjasafn Íslands
Í sjálfstæðisbaráttunni litu brautryðjendurnir á merkisstaði, eins og Heklu og Þingvelli, sem merkingarþrungnar táknmyndir. Náttúrufegurðin ein réði því ekki vali þeirra á viðfangsefni heldur einnig möguleikinn á að virkja fegurðina sem tungumál í ákveðnum tilgangi. Þessi hernaðarlist leiðir til meðvitundar um myndina, þar sem listamaðurinn notfærir sér með einbeittum hætti mátt hennar og virkni.
[ 2.17 ] N.N. / De Berg Heekla / án ártals / málmstunga / líklega hollensk / 16x10 cm. / Þjóðminjasafn Íslands Fjölmörg dæmi eru til um stílfærðar myndir af Heklu þar sem hún er notuð til að minna á návist helvítis. Í textanum undir myndinni er vitnað til vitrunar Jesaja.
[ 2.18 ] N.N. / Hecla / málmstunga / líklega hollensk / 11x20,5 cm. / Þjóðminjasafn Íslands Ljóst er að ekki hafa allir listamenn er gerðu myndir af Heklu ferðast til Íslands, til þess er lögun fjallsins og staðsetning allt of fjarri lagi. En úr myndunum má lesa hversu frægð fjallsins og máttur ferðaðist víða.
[ 2.19 ] Friedrich Thienemann / Reise im Norden Europas... 1820 bis 1821 / Leipzig 1827 / úr ferðabók / Þjóðminjasafn Íslands
[ 2.20 ] N.N. / Úr ferðabók / um 1809 / málmstunga / Þjóðminjasafn Íslands
[ 2.21 ] Carl Ludwig Petersen / Hekla / 1847 / vatnslitir / Listasafn Íslands
[ 2.22 ] Andreas I Haalland / Hekla 8. nóvember 1845, kl. 10.00 e.h / málverk 16x21 cm. / Þjóðminjasafn Íslands Andreas I. Haalland var danskur læknir er starfaði í Vestmannaeyjum þegar Hekla gaus árið 1845, þetta mun vera fyrsta myndin sem gerð er af sjónarvotti Heklugoss.
[ 2.23 ] Emanuel Larsen / Hecla paa Island / 1849 / málmstunga 16x21 cm. / Þjóðminjasafn Íslands
[ 2.24 ] N.N. / Gos í Heklu / 1878 / æting úr {The Graphic} / Hjá Magna
[ 2.25 ] John T. Stanley / Hekla og tjaldbúðir í Selsundi / 1789 / vatnslitir / 11x18 cm. / Þjóðminjasafn Íslands
[ 2.26 ] John T. Stanley / Hekla / 1789 / vatnslitir / 15x20 cm. / Þjóðminjasafn Íslands Breski aðalsmaðurinn John T. Stanley hafði meðal annars farið hinn svokallaða "Grand Tour" um helstu minnisvarða fornaldarinnar á Ítalíu áður er hann kom til Íslands. Ferð hans hingað var farin í vísindalegum tilgangi en eflaust réð ævintýraþráin ekki síður ferðinni, ásamt voninni um að kynnast framandleika og hættum. Stanley gerði sjálfur nokkrar vatnslitamyndir og skissur í dagbækur sínar. Eftir að heim kom unnu enskir atvinnumálarar eftir þeim fullgerð verk og eru þær myndir einu "niðurstöðurnar" sem birtust úr ferð leiðangursins.
[ 2.27 ] Nicolas Pocock / Mt. Heckla / 1789 / vatnslitir / 56,5x73 cm. / Þjóðminjasafn Íslands
[ 2.28 ] Philip Reinagle / Mt. Heckla / 1789 / vatnslitir / 49x60,8 cm. / Þjóðminjasafn Íslands
[ 2.29 ] Edward Dayes / Mt. Heckla / 1789 / vatnslitir / 54x68,5 cm. / Þjóðminjasafn Íslands
[ 2.30 ] Sigfús Eymundsson / Hekla / 1886 / ljósmynd / 16x20 cm. / Þjóðminjasafn Íslands Sennilega er þetta elsta ljósmyndin sem til er af Heklu en hún er tekin í fyrri ferð Sigfúsar á Hekluslóðir rétt fyrir 1880. Ferðir hans hafa verið sannkalla þrekvirki þar sem allur búnaður sem þá þurfti til ljósmyndunar var bæði þungur og fyrirferðamikill.
[ 2.31 ] W.C. Collingwood / Hekla frá Fellsmúla / 1897 / vatnslitir / 20,5x34,5 cm. / Þjóðminjasafn Íslands Rétt fyrir aldamótin 1900 kom Collingwood til Íslands; hann hafði lengi verið heillaður af landinu, en tilgangur ferðar hans var meðal annars að gera lýsingar af íslenskum söguslóðum fyrir enska lesendur íslendingasagnanna. Á myndinni sést jarðsprunga eftir Suðurlandsskjálftann 1896.
[ 2.32 ] RAX / Ragnar Axelsson / Gengið á Heklu - Flogið yfir Heklu / 2000 / ljósmyndir / 11x18 cm. / © Morgunblaðið Líkt og landakortin sýna þessar ljósmyndir vel muninn á skynjun mannsins eftir því hvort hann horfir á heiminn ofan úr háloftunum eða með fæturna á jörðinni. Flugið gefur ákveðna heildaryfirsýn og tilfinningu fyrir samhengi, en gangan launar með smáatriðum og fjölbreytni.
[ 2.33 ] Þórarinn B. Þorláksson / Morgunn í Laugardal / 1923 / olía á striga / 58x72 cm. / Listasafn Íslands
[ 2.34 ] Jón Stefánsson / Hekla / 1935 / olía á við / 80x116 cm. / Listasafn Reykjavíkur
[ 2.35 ] Nína Tryggvadóttir / Gos / 1964 / olía á striga / 131x105 cm. / Listasafn Íslands
[ 2.36 ] Haraldur Jónsson / Hekla / 2001 / hljóðbylgjur og tími / í eigu listamannsins Aldalöng saga áhorfsins til Heklu hefur fært öllum sína eigin Heklumynd, sem hefur sáralítið að gera með sjálft fjallið. Heklumynd Haraldar er slík mynd en í henni endurómar jafnt fjarlæg rödd Þórarins B. Þorlákssonar ofan úr fyrstu sumarbústaðarbyggðunum í Laugardal, sem raddir nútímaferðalanga er leggja leið sína á fjallið.
[ 2.37 ] Einar Falur Ingólfsson / Við Kjalveg / 2000 / C-prent / 75x75 cm. hver mynd / í eigu listamannsins
Í staðsetningarmyndum Húberts Nóa og Einars Fals er vísað til vísindalegrar og hárnákvæmrar staðfræðiþekkingar nútímans. Skírskotunina má þó einnig skilja sem vísun til trúarlegra og veraldlegra staðsetningaraðferða ýmissa fornra menningarþjóða.
[ 2.38 ] Húbert Nói Jóhannesson / 64º12´47"N. / 21º42´84"W. 183º T.N. {True North} - 64º12´47"N. / 21º42´83"W. 52º T.N. {True North} - 64º13´64"N. / 21º48´94"W. 186º T.N. {True North}- 64º09´46"N. / 21º56´27"W. 65º T.N. {True North} / 2001 / olía á striga / 25x40 cm. hver mynd / í eigu listamannsins
[ 2.39 ] Hrafnkell Sigurðsson / Án titils / 2000 / Lambda ljósmyndir / 74,5x110 cm. hver mynd / Listasafn Reykjavíkur Tjöld erlendra vísindamanna er leið hafa átt um Hekluslóðir í gegnum tíðina eru til vitnis um viljann til að skilja náttúruna betur en áður. Tjöld Hrafnkels tengjast sama vilja en undir allt öðrum formerkjum og annarri nálgun; þeim er ekki tjaldað á eftirtektarverðum né merkilegum stöðum, heldur að því er virðist á fullkomnum staðleysum og vísa að því leyti til könnunnar á möguleikum fremur en einhverju gefnu.
[ 2.40 ] Ýmis rit {a} J.C. Schytte / Hekla og dens sidste udbrud / Kaupmannahöfn / 1847 / Þjóðminjasafn Íslands {b} George S. Mackenzie / Travels in the Island of Iceland / London / 1811 / Landsbókasafn - Háskólabókasafn {c} Paul Gaimard / Voyage en Islande et Groenland / París / 1842 / Landsbókasafn - Háskólabókasafn {d} Oddur Erlendsson / Dagskrá um Heklugosið 1845 -6 og afleiðingar þess / Landsbókasafn - Háskólabókasafn {e} Halldór Ásgeirsson / Bók / 1994 / bráðið hraun á pappír / Listasafn Reykjavíkur {f} Georg Guðni Hauksson / Vinnuteikningar / í eigu listamannsins {g} Húbert Nói Jóhannesson / Skissubók / 1996 / í eigu listamannsins {h} Landmælingar Íslands / Flogið yfir Heklu / 2001 / kyrrmyndir úr flughermiforriti (horft til suðurs - horft til norðurs - horft beint niður) © Landmælingar Íslands {i} Árni Hjartarson / Á Hekluslóðum / 1995 / Árbók Ferðafélags Íslands

^
2008 - 2013 © [ einar garibaldi eiríksson ]