[ einar garibaldi eiríksson ]
eigin skrif >
heim | verk | sýningar | ferilskrá | umfjöllun | eigin skrif | annað | póstur | english
< | >
     
     
[ flogið yfir heklu ]
inngangur /
sýningarskrá /
listasafn reykjavíkur - kjarvalsstaðir /
2001 >

"Nútímamálari sér ekki leingur fjöllin á vángann úr lángri fjarlægð, fjarlægð þeirra er ekki framar rómantísk; það er orðið of auðvelt og fljótgert að komast að þeim, umhverfis þau og - uppfyrir þau. Bláleit þúst ofarlega í myndfleti er ekki leingur fullgild tjáning fjalls. Þegar komið er uppá Heklu þá er Hekla hætt að vera fjall; og ef farið er í flugvél yfir Heklu þá er hún orðin hola ofaní jörðina, gígur."
Halldór Kiljan Laxness

Markmið sýningarinnar flogið_yfir_heklu> er að velta upp spurningum um sjónræna nálgun okkar við náttúru Íslands. Hekla varð fyrir valinu þar sem hún hefur löngum laðað að sér innlenda sem erlenda vísinda- og listamenn og því kjörinn vettvangur til að nálgast fjölþætta sögu sjónskynjunar og áhorfs til landsins.
Myndræn framsetning Heklu á kortum, málverkum, ljósmyndum og fjölmiðlum, svo fátt eitt sé nefnt, segir heilmikið til um hugmyndaheim okkar. Líta má á þann heim sem opna bók er bíður þess að vera lesin. Sýningunni er ætlað að vera óformlegt yfirlit, - flug um og yfir Heklu - til að tengja saman og virkja innbyrðis ólíka myndheima, í von um aukinn skilning á forsendum myndlistar. Myndheimarnir eru kunnuglegir en þörf er á að greina þá og setja í samhengi við aðrar hugmyndir, því það er ekki fyrr en forsendur þeirra eru jafnframt orðnar sýnilegar að við getum hugtekið þá og farið að ræða um mikilvægi sjónrænar þekkingar. Á sýningunni er myndlistinni ætlað að rjúfa þögnina en áhorfendum er eftirlátið að ræða málin.

^
2008 - 2013 © [ einar garibaldi eiríksson ]